Falleg förðun

Grunnurinn að fallegri förðun er falleg húð. Ef þú værir að koma til mín sem kúnni í förðun myndi ég byrja á því að fá að vita hvernig þér finnst húðin á þér vera, er hún þurr, olíukennd eða blönduð og velja svo vörur út frá því. Næst væri það varasalvi sem fær að vera á vörunum á með við einbeitum okkur að förðuninni.

Ef húðin er mjög þurr myndi ég setja eitthvað gott rakakrem og svo jafnvel líka smá strobe krem frá MAC, það krem er algjör rakabomba og gefur svo fallegan ljóma. Svo er næst að velja fallegan farða sem hentar þinni húð. Ef húðin er mjög þurr þá er fallegt að velja farða sem gefur smá ljóma á móti þurrkinum. Ef húðin er mjög olíukennd þá er gott að velja farða sem er mattur og jafnvel olíulaus.

Hvort heldur sem er finnst mér gott að spreyja Fix plus rakaspreyi yfir andlitið á meðan ég farða, áður en ég set farða á og eftir að hann er  kominn á. Fix plus gerir allt betra 😉 Svo finnst mér skipta máli að velja fallegan kinnalit og skyggingalit sem passar þínum húðtón en er ekki of dökkur. Þeir sem vilja nota sólarpúður gera það og setja það þá í nokkursskonar þrist við jaðar andlitsins – sjá mynd,  þetta getur getur komin mjög fallega út, gert mann aðeins frísklegri og smá svona eins og maður hafi fengið smá sól á andlitið

 

Svo eru það augnskuggar, það getur verið betra í sumum tilfellum að byrja á augunum áður en maður gerir andlitið.. sérstaklega ef maður er að fara nota augnskugga sem fellur mikið niður af, uppá að skemma ekki farðann. Mér finnst alltaf skemmtilegt að reyna nota liti sem draga fram augnlit viðkomandi og lætur hann svolítið “poppa”.. eða vera meira áberandi og þá er gott að hafa litahjólið góða til að miða við og hér er ein týpa af svona litahjóli sem gefur manni grófa hugmynd um hvaða litir henta hverjum augnlit.

heitt-og-kalt

Ég er t.d. með blágrá augu og rauðir, bleikir, kopar  og appelsínugulir draga bláa litinn í augunum á mér fram.

 

 

Svo þegar augnskugginn er kominn þá er kominn tími til að leggja loka höndina á förðunina með smá highlighter efst á kinnbeinin og bara alla þá staði sem þú vilt setja highlighter. Spreyja smá raka eða setting spreyi og þú ert good to go 😉

 

 

 

 

 

SHARE