Falleg og sönn orð sem allir ættu að lesa

Þessi grein er eftir Erlma Bombeck.
Máttum til með að deila enda einstaklega fallegt og satt sem við ættum að hafa í huga.

Ef ég hefði tækifæri til að lifa lífi mínu aftur

Ég myndi leggjast í rúmið þegar ég væri veik, í staðin fyrir að láta eins og heimurinn færi í biðstöðu ef ég væri ekki til staðar einn dag.

Ég myndi kveikja á bleika kertinu sem var mótað eins og rós, í stað þess að spara það og láta það svo bráðna í geymslunni.

Ég myndi tala minna og hlusta meira.

Ég myndi bjóða vinum í mat, jafnvel þó að teppið væri blettótt og sófinn upplitaður.

Ég myndi borða poppkornið í „betri” stofunni og hafa minni áhyggjur af sótinu þegar einhver vildi kveikja upp í arninum.

Ég myndi taka mér tíma til að hlusta á afa láta móðan mása um æskuárin.

Ég myndi deila meiri ábyrgð með eiginmanni mínum.

Ég myndi aldrei heimta að bílrúðan væri skrúfuð upp á sumardegi, bara vegna þess að hárið á mér væri nýgreitt og spreyjað.

Ég myndi sitja á grasflötinni með grasgrænuna í fötunum.

Ég myndi gráta og hlæja minna við að horfa á sjónvarpið, en meira við að horfa á lífið sjálft.

Ég myndi aldrei kaupa eitthvað bara vegna þess að það væri praktískt, ekki skítsælt eða með lífstíðarábyrgð.

Í staðinn fyrir að óska þess að níu mánaða meðganga tæki enda sem fyrst, myndi ég njóta hvers andartaks og gera mér grein fyrir því að undrið sem yxi inn í mér, gæti verið mitt eina eða síðasta tækifæri til að aðstoða Guð við kraftaverk.

Þegar börnin mín smelltu hvatvíslega á mig kossi, myndi ég aldrei segja: „Seinna. Farið og þvoið ykkur fyrir matinn.” Það yrði oftar sagt „Ég elska þig‘‘ og „Fyrirgefðu”.

En fyrst og fremst, ef ég fengi annað tækifæri, myndi ég hætta að velta mér upp úr smávægilegu hlutunum. Ég myndi grípa og njóta hverrar einustu mínútu. Horfa á hana og virkilega sjá hana. Lifa hana og aldrei gefa hana aftur.

Ekki hafa áhyggjur af því hverjum líkar ekki við þig, hver á meira en þú eða hver er að gera hvað. Einbeittu þér, þess í stað, að því að hlúa að samböndunum sem þú átt við þá sem þú elskar og sem elska þig.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here