Fallega brún um jólin

Ég er ein af þeim sem vildi að ég væri rosa klár að setja á mig brúnkukrem… en sú er ekki raunin 🙁 Yfirleitt enda tilraunir mína til að brúnka sjálfa mig með því að ég er öll flekkótt… brúnni sumstaðar en á öðrum stöðum og með mjög slæmar brúnkukremshendur :/

En ég vil vera með smá lit á mér þannig að ég hef verið að nota Summer Glow frá Dove en á veturna finnst mér það ekki nóg.. þannig að ég keypti mér vörur frá St. Tropez og ákvað að láta á þær reyna.

20171204699923813153588088.jpg

Þetta er svo eftir sirka 4 tíma og munurinn sést greinilega.. ég dreif mig í sturtu og var fallega brún eftir á..

 

Ótrúlega einfalt og þægilegt í notkun.. mæli með !

Hér er smá myndband frá St. Tropez

 

 

SHARE