Fallega snyrtir fætur fríska upp á skammdegið

Fátt veit ég skemmtilegra en að skora árstíðirnar á hólm. Sér í lagi veturinn sem vomir yfir öllu; kuldahrollinn má hæglega hrista úr kroppinum með heitum tebolla, ylgvolgu fótabaði og ekki er verra ef naglalakkið er dregið fram með handklæðinu þegar þerra á þreyttar tásur sem legið hafa í nærandi vatnsbaði eftir annasaman dag.

Reyndar veit ég fátt skemmtilegra en að brjóta upp viðteknar venjur, krydda daginn með fótsnyrtingu á myrkasta tíma ársins og lakka táneglurnar í fallegum tónum. Hér fara nokkrar svipmyndir af Instagram sem gefa tóninn í fótsnyrtingu.

Mjúkar tásur eru langbestar!

#pedicure      #footspa      #selffeet      #girlsfeet

SHARE