Fann fóstur í kennslustofunni – Fóstrið var í glerkrukku

Kennara á Flórida var vægast sagt brugðið nú á haustdögum þegar hún var að undirbúa kennsluárið og fann í einum skápi glerkrukku sem vafin var inn í bréfpoka. Í krukkunni var svo fóstur í formalíni en fóstrið var samkvæmt fréttum þarna ytra, um 20 cm langt og hefur verið meðganga þeirrar konu sem gekk með það verið komin 4 mánuði á leið.

Að sjálfsögðu varð þetta að lögreglumáli og mikil rannsókn fór í gang, en það kom svo í ljós að þetta fóstur hafði verið notað af kennara sem kenndi við þennan sama skóla fyrir rúmum 20 árum, í líffræðitímum. Rannsókninni er þó ekki formlega lokið.

 

SHARE