Fartölvur brenna húðina

Leggurðu það í vana þinn að vinna á fartölvuna þína með hana á lærunum, kannski uppi í sófa eða uppi í rúmi? Þú ættir kannski ekki að gera það! Það hefur komið í ljós að þeir sem gera þetta mikið geta brennt á sér lærin og fengið það sem kallað er á ensku „toasted skin syndrome“ og að lokum valdið húðkrabbameini.

Í einu nýlegu atviki er 12 ára drengur kominn með varanlegt brunasár á vinstra læri sitt af því hann er búin að vera í tölvuleikjum í nokkra klukkutíma á dag í nokkra mánuði.

Samkvæmt læknablaðinu Pediatrics sem kom út á mánudaginn, tók drengurinn eftir því að fartölvan hans hitnaði mikið á vinstri hliðinni en hann hafi virt það að vettugi og ekki skipt um stellingu eða lagt tölvuna frá sér.

Frétt á CBS

936868_466768020074666_421491065_n

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here