Marín Manda kynnir – Fashiolista fyrir tískuunnendur

Heimur tískuverslana á veraldarvefnum er gríðarlega stór og oft er erfitt að finna nákvæmlega það sem þú ert að leita af. Hér er komin skemmtileg og einföld vefsíða fyrir ykkur konur sem vitið hvaða tískustraumum þið fylgið en hafið ekki hugmynd um hvar flíkina er að finna.
Fashiolista.com leiðir þig áfram inn í þennan heim og hjálpar þér að halda utan um og deila nýjustu tísku sem þú finnur frá verslunum á vefnum. Með sérstökum hjartahnappi, getur þú vistað uppáhalds hlutina þína á einum þægilegum stað.

Til þess að fá ferskan innblástur getur þú einnig fylgst með öðrum konum og bloggurum frá öllum heimshornum og skoðað hvaða flíkur, fylgihluti eða skó þær eru hrifnar af.

Þar getur þú verið viss um að finna nýjungar og nýja hönnun á hverjum degi.

Marín Manda er nýr penni á hún.is en hún er með puttann á púlsinum í tísku!

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here