Fékk ógleymanlega jólagjöf frá knattspyrnustjörnunni John Terry – Myndband

Knattspyrnumaðurinn John Terry sem leikur með enska úrvalsdeildarliðinu Chelsea er greinilega með hjarta á réttum stað. Hann ásamt sjónvarpsstöðinni Sky Sports og Chelsea komu  Oran Tully, gallhörðum Chelsea stuðningsmanni á óvart  og gáfu honum jólagjöf sem að hann mun aldrei gleyma.

Oran Tully, 14 ára strákur frá Dublin, hefur haft það erfitt fyrstu ár lífs síns vegna sjaldgæfs sjúkdóms, en strákurinn brosti sínu breiðasta þegar hann fékk að upplifa einstakan dag á Stamford Bridge.

SHARE