Fékk sveitabæinn sinn aftur

Amy Schumer kann bæði að deila með sér og koma á óvart. Það sannaði hún með afgerandi hætti þegar föður hennar barst jólagjöfin frá henni nú nokkrum dögum fyrir jól; hans eigin sveitabær – sá sami og hann átti þegar Amy var lítil. Þegar hún var níu ára gömul greindist faðir hennar með heila- og mænusigg sem varð til þess að hann gat ekki lengur unnið, fjölskyldan varð gjaldþrota og neyddist til þess að yfirgefa sveitabæinn þar sem Amy hafði alist upp.

„Við misstum sveitabæinn þegar við misstum allt. Í dag gat ég keypt hann aftur handa honum,“ sagði Amy í hjartnæmri kveðju á Instagram í vikunni. Þrátt fyrir að hafa gengið í gegnum erfiða tíma notaði fjölskyldan húmorinn til þess að komast í gegnum verstu stundirnar. Amy hefur talað um að mótlætið hafi gert hana að þeirri manneskju sem hún er í dag.

 

SHARE