Hér sjást brúðurin & brúðguminn halda hönd í hönd og styðja sig við staf í sitthvorri hendi. Samtals eru hjónin 204 ára gömul. Wu Conghan, 101 ára & eiginkona hans wu Songnshi, 103 ára eru frá Nanchong í Sichuan héraði. Þau höfðu aldrei haft tækifæri á að láta taka brúðarmynd af sér fyrr en nú. Þau giftu sig fyrir næstum 90 árum & á þeim tíma í Kína áttu fáir myndavél. Myndavélar voru einungis ætlaðar afar ríku fólki & rík voru hjónin ekki.

Þegar þau giftu sig var hann 13 ára en hún 15. Það var ekki algengt á þeim tíma að unglingar giftu sig. Nú hefur parið loksins fengið síðbúna brúðarmynd af sér vegna herferðar sem var sett í gang og hefur það markmið að hjálpa eldra fólki sem fékk aldrei brúðarmynd af sér að láta þann draum rætast.

Wu var í hvítum brúðarkjól en maður hennar klæddist hvítum jakka og stóð þétt við hlið konunnar sem hann hefur elskað í öll þessi ár. Þau brostu í myndavélina og voru klökk af ánægju.

Það væri gaman að fá sambandsráð frá þessu pari!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here