“Þetta byrjaði allt með mynd í kollinum á mér af fugli á grein sem var tilbúinn að taka flugið” greinir  Trine Anderson frá á heimasíðu fyrirtækis hennar Ferm living sem hefur notið mikillar velgengni undanfarið og er í dag eitt af stóru hönnunarfyrirtækjum í Skandinavíu. Höfuðstöðvarnar eru í Danmörku þar sem Trine er fædd og uppalin en fyrirtækið hefur teygt anga sína um gjörvalla Skandinavíu og Evrópu.

Geometrísk form og hreinar línur á anda retro eru aðalsmerki Ferm living. Hér fyrir neðan er hægt að skoða hluta af vor- og sumarlínu fyrirtækisins. Fyrir þá sem áhuga hafa á að skoða línuna í heild sinni er bent á netútgáfu af kynningarbækling HÉR.

SHARE