Festist í stól í Disney vegna þyngdar sinnar

Hún var tveggja barna móðir sem var orðin 127 kg, aðeins 39 ára gömul. Kathy Levick var komin á biðlista eftir hjáveituaðgerð en gat ekki átt von á að komast í aðgerðina fyrr en eftir 4 ár.

1408615168554_wps_3_Kathy_at_Disneyland_Kathy

Kathy komst svo á botninn þegar hún lenti í þeirri niðurlægjandi reynslu að festast í stól á veitingastað í Disneylandi, í París, þar sem hún var á ferðalagi með fjölskyldunni árið 2010.

Það að festast í þessum stól var hræðilegt. Ég horfði í kringum mig og varð ljóst að ég var mun feitari en allir aðrir þarna. Þetta opnaði augu mín og mér varð ljóst að ég yrði að breytast og það hratt.

Kathy hafði átt erfitt með þyngdina sína frá því að hún var barn og þegar hún var búin að eiga sín eigin börn, David 20 ára og Faoileann 10 ára, hafði hún skráð sig í allskonar líkamsræktarnámskeið, en kílóin héldu áfram að koma. Seinna var hún svo greind með vanvirkan skjaldkirtil.

Ég kenndi skjaldkirtlinum um þyngdina mína og hélt að ég gæti ekkert gert í þessu.

1408615122079_wps_2_Kathy_when_overweight_Kat

Kathy segir að hún hafi líka fundið fyrir þessari miklu þyngd þegar hún var á leiðinni í þetta eftirminnilega frí í París.

Sætisólarnar voru ekki nógu stórar fyrir mig og ég gat ekki sett borðið mitt niður og varð að borða af borðinu hjá dóttur minni. Ég gat heldur ekki farið í öll tækin í Disney því ég hreinlega komst ekki í þau.

Eftir þessa ferð var Kathy ofsalega döpur og áhyggjufull. Henni varð það ljóst að þetta myndi geta orðið henni að bana. Hún ákvað að nú ætlaði hún ekki að bíða lengur eftir hjáveituaðgerðinni og taka til sinna ráða.

Kathy tók út allan ruslmat og hveiti en borðaði heilhveiti í staðinn. Hún fór að æfa reglulega og byrjaði á 10 mínútna göngutúrum. Fljótlega fór hún að geta gengið í hálftíma og svo framvegis.

Þegar ég hafði losað mig við 25 kíló fór ég að fara í leikfimi líka, en ég hefði aldrei getað það þegar ég var upp á mitt þyngsta.

Árið 2012 var svo hringt í Kathy og henni sagt að hún gæti komist að í hjáveituaðgerðina en hún afþakkaði pent. Hún vissi þá að hún gæti gert þetta sjálf.

Í dag er Kathy bara 71 kg og fjölskyldan hennar og börn segja að það sé mikil breyting orðin á henni. Ekki bara í útliti heldur hefur persónuleikinn líka breyst mjög mikið.

Þau segja að ég sé miklu opnari og geti gert miklu meira. Ég get líka gengið út um allt og sonur minn elskar það.

1408615045131_wps_1_Kathy_after_weight_loss_K

Maturinn sem Kathy borðar á venjulegum degi: 

Hafragrautur með bláberjum í morgunmat

Í hádeginu fær hún sér samloku með skinku og fleiri ávexti

Í kvöldmat fær hún sér oft fisk með soðnu grænmeti og á milli mála fær hún sér appelsínu eða banana.

 

Kathy segir að lokum:

Ég er ánægð með þessa reynslu mína í Disneylandi því það breytti lífi mínu. Ef ég færi í Disney í dag myndi ég klárlega skemmta mér betur.

 

 1408615263081_wps_6_Kathy_after_weight_loss_K

SHARE