Fimm ára gömul stelpa hleypir kú inn á heimilið

Billie Jo Decker brá heldur í brún þegar hún sá að ein af kúnum hennar var komin inn á heimilið hennar. 5 ára gömul dóttir hennar, hún Breanna, átti sökina á þessum atburði en á meðan hún reyndi að útskýra fyrir móðir sinni af hverju hún hafði hleypt henni inn, bræddi hún hjarta móður sinnar.

Breanna er nefnilega ákaflega natin við dýrið þar sem það hefur komið sér fyrir á gólfinu í fjölskylduherberginu. Kýrin sem ber nafnið Izzy virðist hafa rekið einn fótinn í eitthvað og blæðir því úr henni og hefur Breanna litla miklar áhyggjur af því sem hún telur vera mikið magn af blóði.

Móðir hennar skoðar sárið og segir henni að hún þurfi engar áhyggjur að hafa þar sem þetta sé bara smá skráma. Breanna sýnir einstakan kærleik til Izzy í myndbandinu en kýrin sofnar á endanum með hausinn í fanginu á henni.

Tengdar greinar:

Dýr í fýlu – þessi krútt eru ekki að eiga góðan dag

„Ég vil ekki fara til dýralæknis!“

Gæludýr í hrekkjavökubúningum

SHARE