Fimm ástæður fyrir því að stunda jóga nidra – Gjafaleikur

Til margra ára starfaði ég við ráðgjöf fyrir foreldra sem eiga börn í vanda, fíkni eða öðrum vanda. Einnig starfaði ég með unglingum sem voru að feta ranga braut. Ég var farsæl í starfi en ákvað eftir mörg ár á þessu sviði að tímabært væri að breyta til.
Á því tímabili hef ég menntað mig í dáleiðslu og hef réttindi sem meðferðardáleiðari og einnig menntaði ég mig sem jóga nidra kennari, þar sem ég hitti jóga nidra á mjög erfiðu tímabili í lífi mínu og það algerlega bjargaði mér!

Hvað er jóga nidra?
Jóga nidra, eða svefn jóganna eins og það er almennt kallað, er afar öflug hugleiðslutækni og ein auðveldasta jógastaðan er eina staðan sem er notuð. Einstaklingurinn hvílir þægilega í Savasana stöðu (sem kölluð er líkstaða).
Jóga nidra kennari leiðir nemann í kerfisbundna hugleiðslu í gegnum pancha maya kosha, fimm lög sjálfsins þar til neminn upplifir kjarna síns eigins sjálf.
Í jóga nidra þarftu EKKI að sitja í margar klukkustundir á gólfinu til þess að finna þitt æðra sjálf heldur áttu stefnumót við það í liggjandi stöðu umvafin hlýju teppi.

Fimm ástæður fyrir því að stunda jóga nidra.

1. Allir geta stundað jóga nidra, fullorðnir, börn og aldraðir það eina sem þarf að gera er að liggja í einni stöðu og þannig að það fari sem best um líkamann í þeirri stöðu. Ef einstaklingur einhverrra hluta vegna getur ekki legið í Savasana stöðu þá er vel hægt að gera jóga nidra í stöðu sem hentar.

2. Það er ekki hægt að gera jóga nidra á rangan hátt. Eina sem einstaklingurinn þarf að gera er að liggja og fylgja leiðbeiningum kennarans og það er eðlilegt að heyra það sem kennarinn segir en líka eðlilegt að heyra ekki á köflum, það er allt í lagi þó viðkomandi sofni á meðan hann er í jóga nidra en undirvitundin tekur við leiðbeiningum kennarans.

3. Það er auðvelt að gera jóga nidra að daglegri athöfn. Mörgum finnst pirrandi að vera í sitjandi stöðu og reyna að tæma hugan. Í jóga nidra er einstaklingurinn leiddur af kennara á þann hátt að hugurinn hefur verkefni allan tíman og líkamin sefur, oft er talað um vakandi huga sofandi líkama. Jóga nidra getur verið frá 5 mínútum upp í 45 mín en algengast er að hreint jóga nidra sé 20 mínútur. Gott er að byrja á því að fá leiðsögn en svo getur einstaklingur hæglega ástundað sjálfur.

4. Jóga nidra er viðurkennd rannsökuð aðferð sem hefur sýnt fram á breytingar í heila við ástundun og er af þeim sökum öflug aðferð til þess að draga úr streitu og streitutengdum sjúkdómum, jafnframt hefur það gagnast kvíðasjúklingum vel.

5. Með ástundun jóga nidra kemstu nær eigin kjarna og upplifir meiri kærleika í eigin garð og annara. Hlutir sem höfðu streituvaldandi áhrif verða auðveldari og öll líðan verður betri. Jóga nidra ástundum kemur líkama og sál í jafnvægi.

Sjálf hef ég ástundað jóga nidra og fundið hvað þetta er magnað slökunar og vellíðunarform svo magnað að ég (sem er ekki jógagúrú) skellti mér í jóga nidra kennaranám. ´
Sú vellíðan sem ég fann við ástundun á mjög erfiðu tímabili í mínu lífi kveikti hjá mér köllun um að hjálpa öðrum að upplifa þessa miklu töfra sem jóga nidra er.
Ég segi það án þess að roðna að ástundun jóga nidra bjargaði geðheilsu minni og efldi sjálfið mitt til muna, gaf mér hugrekki til að fylgja hjartanu og þar af leiðandi er ég heilbrigðari og hamingjusamari en áður.
Mikið sem ég vildi að ég hefði haft þessa kunnáttu á sínum tíma þegar ég var að vinna við ráðgjöf fyrir foreldra og með unglingum, það er ekki efi í mínum huga að jóga nidra gerir kraftaverk!
Ég skal alveg segja ykkur það að það þarf ekki að vera einhvernvegin í laginu eins og margir halda. Ég feitabollan geri þetta mjög vel og galdurinn er að eftir að líkaminn minn fór að slaka á og minnka cortisól framleiðsluna er kellan aðeins að léttast, hægt en þó.
Líkaminn ósköp einfaldlega getur ekki lést þegar streita er orðin of mikil!

Ég bíð upp á einkatíma og er með hópa þar sem ég er með hreint jóga nidra og þar sem ég bæti við hreinu kakói frá Guatimala og tónheilun, einnig á ég til að nota kjarnaolíur til að gera slökunina enn dýpri.

Mig langar til að gefa einhverjum sem virkilega þarf á slökun að halda 2 tíma í jóga nidra með kjarnaolíum og bið ykkur um að útnefna þá eða þann sem þið teljið að þurfi á djúpri slökun að halda til þess að draga úr einkennum streitu eða kvíða.

Af tillitsemi við þann sem þið útnefnið og viljið gefa þessa góðu gjöf þá bið ég fólk að opinbera ekki vanda einstaklingsins, það er trúnaðarmál.

 

Hér er facebook síðan mín 

SHARE