Fimm einfaldar leiðir til að auka á nándina við „Doggy Style” í svefnherberginu

Hvað er það fyrsta sem kemur í hugann þegar „Doggy Style” ber upp í umræðunni? Sennilega hrá kynmök – litil nánd, mikill losti og hamagangur í svefnherberginu. En veistu, til eru fjölmargar leiðir til að gera stellinguna ljúfa og notarlega, auka á nándina og krydda þannig upp kynlífsleikinn. Hér fara nokkrar tillögur sem finna má á vef Cosmo – sem er hálfgerð kynlífsbiblía:

  1. Prófið að „spoona”, en þá vefur karlmaðurinn örmum sínum utan um konuna. Doggy stellingin er hrá í eðli sínu, býður upp á óhaminn losta en ef bæði „spoona” í rúminu, liggja líkamarnir þétt saman og nándin verður meiri. Sénsinn er sá að þið getið hvíslað ástarorðum að hverju öðru og hann sér andlit þitt meðan á ástaratlotunum stendur.

  2. Biddu hann að hægja aðeins á taktinum í byrjun. Doggy stellingin gefur karlmanninum talsverð völd yfir hreyfingum og takti. Því er auðvelt fyrir karlmanninn að keyra af stað á fullum krafti. Biddu hann að byrja hægt, með grunnum þrýstingi og vinna smám saman upp taktinn þar til lostinn tekur öll völd og …

  3. Ekki klæmast á meðan. Slepptu frekar dónatalinu. Talaðu fallega við hann í staðinn. Segðu honum að þú elskir hann. Hvettu hann áfram með blíðum orðum. Þannig er auðvelt að hvetja til blíðari atlota og sleppa nándinni lausri.

  4. Snúðu höfðinu og líttu aftur fyrir þig meðan þið njótið ásta í Doggy stellingunni. Helsta vandkvæðið við Doggy er að elskendur geta illa myndað augnsamband sem er eitt af lykilatriðum í nánu kynlífi. Bara vegna þess að þú snýrð baki í manninn er ekki þar með sagt að þú getir ekki litið yfir öxlina og horft á hann. Prófaðu bara, það er bæði sætt og sjúklega sexí.

  5. Byrjið í Doggy stellingunni og skiptið svo þegar hiti er kominn í leikinn. Það er bæði hægt að byrja i Doggy, breyta um takt þegar lengra er komið og biðja hann að flytja sig yfir í Trúboðann skömmu áður en hann nær hámarkinu. Sestu jafnvel klofvega ofan á hann rétt áður en hann, eða þið bæði, náið hámarki. Augnsambandið er allt í þessum efnum – algjör vinningsstaða.

Sjá einnig: 10 dásamlegir hlutir sem þú þarft að vita um leggöngin þín

SHARE