Fimm hátískumógúlar sem vert er að fylgja á Instagram

Hátískan er ráðandi á Instagram og allflestir hönnuðir sem hátískuspegúlantar eru orðinir útlærðir á samskiptamiðla. Hafir þú áhuga á að fylgjast með því heitasta úti í heimi, fá upplýsingar um trendin sem munu tróna á toppinum á komandi misserum OG hefur aðgengi að smartsíma – þá leggjum við til að þú lærir í snatri á Instagram, veljir að fylgja þeim sem allt vita um hátískuna úti í heimi og deila með öðrum notendum á netinu.

Hér fara nokkrir Instagram notendur sem vert er að fylgjast með úr heimi hátískunnar:

 

Bee Shaffer: Hún er dóttir sjálfrar Anna Wintour og er 27 ára gömul; var staðráðin í því að fara ekki inn í hátískuheiminn sem barn en er engu að síður dóttir einnar valdamestu konunnar í tískuheiminum, ritstjóra Vogue.

@ryanthomasraftery my surrogate mother?

Cara Delevingne: Hún birtir reglulega sjóðheit skot úr hátískuheiminum, hefur verið nefnd eitt öflugasta módelið á Instagram og hefur löngum sagt að hátískufyrirsætur eigi ekki bara að vera fallegar, dulúðugar og ónálganlegar – heldur séu stúlkur sem starfa innan hátískuheimsins með rödd sem umheimurinn eigi að nema.

@garage_magazine sneak preview! Deep breeding@chaosfashiondotcom @stockdalecharlotte @katielyall❤️#september4th

 

Pat McGrath: Hún er förðunarfræðingur að mennt og hefur ekki einungis farðað helstu hátískufyrirsætur heims sem átt ófáar glansforsíðurnar heldur er hún oftlega nefnd einn áhrifamesti förðunarfræðingur heims. Vogue og aðrir hátískurisar fylgja hennar leiðsögn og hún deilir gjarna athyglisverðum skotum á Instagram:

@patmcgrathreal: #FashionFlashback #Obsessed!!

 

Miroslava Duma er rússnesk og einna þekktust sem ritstjóri rússnesku útgáfu hátískuritsins Harpers Bazaar en hún er eftirsóttur hátískublaðamaður og er ávallt með puttann á púlsinum:

Elle Russia @elle_russia September Issue, about my work, myself and russian fashion, Wearing russian designs by my darling @staccori @takorimadeinitaly,@elenaellerussia ❤️ 

 

Katy Grand: Hátískublaðamaður og stílisti, en hún var útnefnd sem einn áhrifamesti stílisti heims innan hátískuheimsins af breska dagblaðinu The Daily Telegraph. Katy starfaði lengi á tískuritinu Dazed & Confused og síðar meir fengin til starfa á tískuritinu The Face. Katy hefur meðal annars starfað með Madonnu, Stella McCartney, Miuccia Prada svo eitthvað sé nefnt. Hugmyndaauðgi Katy skilaði Elisabeth Hurley þannig forsíðu á tímaritinu POP þar sem hún sat fyrir nakin, einungis sex vikum eftir að barnsburð.

 

Angela Lindvall by me and Vincent Peters for The Face 2000

 

 

 

SHARE