Finnst ykkur þetta í lagi? – Barn sofandi, án hjálms á reiðhjóli – Mynd

Þessi mynd var tekin fyrir utan Bónus í Skeifunni og sýnir lítið barn sofandi í barnastól á reiðhjóli. Myndin hefur gengið eins og eldur um sinu á Facebook seinasta sólarhring og þykir það óásættanlegt að sjá barnið hjálmlaust og þar að auki eitt á lausu hjólinu. Hjólið gæti auðveldlega runnið af stað eða dottið um koll og þá væri barnið fast á hjólinu. Manneskjan sem tók myndina beið hjá barninu þangað til aðilinn sem var á hjólinu kom til baka.

Hvað finnst ykkur?

10471273_10152462671357230_3915230629362763086_n

SHARE