Fiskibollur fyrir 4

Frábær fiskibollu uppskrift frá http://allskonar.is

Þetta er uppáhaldsfiskibollu uppskriftin mín, í hana geturðu notað þann fisk sem þér finnst bestur hvort sem það er hvítur eða bleikur fiskur.

Ég nota heil flök og set þau í matvinnsluvélina í 2-3 sekúndur, ekki of lengi til að hakka fiskinn ekki of mikið. Þú getur líka hakkað hann með því að saxa hann með hníf.

Uppskrift:

  • 1 rautt chili, frænhreinsað
  • 2 skallottulaukar
  • 2 vorlaukar
  • 2 flök fiskur
  • 75gr brauðmylsna
  • safi úr 1/2 sítrónu
  • 2 msk grísk jógúrt
  • handfylli fersk steinselja
  • 5-8 lauf fersk basilikka
  • salt og pipar
  • 3 msk olía

Undirbúningur: 10 mínútur

Kæling: 30-40 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Aðferð:

Byrjaðu á að setja í matvinnsluvél skallottulaukinn, vorlaukinn og chili. Hakkaðu vel. Settu í stóra skál.

Hakkaðu núna fiskinn í matvinnsluvélinni, eða fínsaxar með hníf. Athugaðu að hakka ekki of mikið til að missa ekki áferðina í fisknum. Settu út í stóru skálina með lauknum.

Bættu nú brauðmylsnunni saman við ásamt kryddjurtunum, grískri jógúrt, sítrónusafa og salti og pipar. Hrærðu vel saman.


Kældu í ísskáp í amk 30 mínútur. Því lengur sem deigið er kælt, því auðveldara verður að móta úr því bollur og þær halda sér frekar heilar á pönnunni.

Steiktu bollurnar í olíu á heitri pönnu þannig að þær brúnist vel.
Berðu fram með salati og kartöflum.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here