Fiskréttur með rjómaosti, eplum og karrý – Uppskrift

Frábær fiskiréttur frá vefsíðunni evalaufeykjaran.com. Tilvalinn á mánudagskvöldi.
Fyrir ca. 4
1x Stórt epli
1/4 x Brokkólíhaus
1/2 Rauðlaukur
1 x Rauð paprika
3 x Stórar gulrætur
4 x Ýsubitar (stórir bitar)
3/4 x dós, philadelphia light rjómaostur
2 – 3 msk. Karrí (ég notaði aðeins meira til þess að fá fallegan gulan lit og meiri bragð) Smekksatriði.
Salt og pipar
Ooog rifinn ostur.
048
 Grænmetið skorið smátt og steikt á pönnu í smá stund upp úr olíu.
055
Rjómaostinum bætt saman við, mér finnst gott að nota philadelphia light ostinn í matargerð.
Kryddað vel. Ég lét sömuleiðis 2 – 3 msk af vatni saman við. Látið malla á pönnu í fáeinar mín.
058
Ég skar fiskbitana niður í smærri bita og lét þá í eldfast mót, hellti síðan grænmetisblöndunni yfir og stráði rifnum osti yfir.
064
 Inn í ofn í 30 mín við 190°C
074
Komið úr ofninum, ég átti erfitt með mig að taka þessar myndir. Lyktin var svo yndislega góð að ég var orðin of spennt fyrir því að smakka.
086
088
Einfalt – fljótlegt og ljúffengt! Ég segi það og skrifa. Veisla fyrir bragðlaukana!
SHARE