Fiskur á indverska vísu

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. Í þennan rétt geturðu notað hvaða hvíta fisk sem þér finnst bestur; þorsk, ýsu, skötusel, steinbít, löngu o.s.frv.

Indverskur fiskur f.2

 • 2 msk olía (repju- eða hnetuolía)
 • 1 laukur, fínsaxaður
 • 2 hvítlauksrif, marið
 • 2cm engiferrót, rifin
 • 1/2 tsk garam masala
 • 1 tsk turmerik
 • 1/4 tsk chiliduft (má sleppa)
 • 1/2 tsk cumin fræ
 • 4 grænar kardimommur, marðar
 • 6 svört piparkorn
 • 4 negulnaglar
 • 1/2 kanilstöng
 • 1 lárviðarlauf, mulið
 • 1 dós niðursoðnir tómatar
 • 8 dl vatn
 • 4 kartöflur
 • 1 dós kókosmjólk
 • 500gr fiskur

 

 

 

Undirbúningstími: 15 mínútur

Suðutími: 25-35 mínútur

 

Hér er best að nota stóra og djúpa pönnu, ekki mjóan og háan pott.

Hitaðu laukinn í olíunni við lágan hita í 10-15 mínútur eða þar til hann verður gullinn á lit.

Settu þá hvítlaukinn og engiferinn og allt kryddið út í og steiktu þar til cumin fræin og kardimommurnar fara að poppa. Það er nauðsynlegt að steikja kryddið til að ná góðu bragði fram, oftast er þetta um 20-30 sekúndur, en einfaldast er að miða við að nóg sé komið þegar þú finnur kryddlyktina rísa af pönnunni eða heil krydd poppa eða springa.

Bættu nú tómatadósinni út í og 8 dl af vatni (2 fullar dósir af vatni).

Flysjaðu kartöflurnar og skerðu í 2 eða 4 bita og settu út í. Þetta er látið malla á meðalhita í um 20 mínútur eða þar til kartöflurnar eru tilbúnar.

Þá bætirðu kókosmjólkinni við og skerð fiskinn í bita og leggur út í. Settu lokið á og sýður þar til fiskurinn er tilbúinn, 5-8 mínútur ef fiskurinn er ófrosinn, uþb. 15 mínútur ef hann er frosinn.

Þetta er æðislegt að bera fram með hrísgrjónum, bankabyggi, puri brauði eða chapati.

Og bragðið batnar með tímanum, þetta er geggjað í hádegismat eða kvöldmat daginn eftir.allsko

á Facebook

SHARE