Fiskur með mangó og kókos

Á heimasíðunni Allskonar er að finna mjög margar góðar uppskriftir og við rákumst á þessa þarna inni. Þetta lítur stórkostlega út.

Fiskur með mangó og kókos fyrir 4

  • 500gr hvítur fiskur, bitar
  • 50 gr kókosmjöl
  • 100gr frosinn mangó, bitar
  • eða 1 nýtt mangó í sneiðum
  • 8 skallottulaukar, sneiddir
  • 1 tómatur, saxaður
  • 2 græn chili, fræhreinsuð
  • 2 hvítlauksrif, marin
  • 2 cm engiferrót, rifin
  • 1 tsk túrmerik
  • 1 tsk chiliduft
  • 1 tsk karríduft
  • 1/2 tsk fennelfræ
  • 1/2 tsk sinnepsfræ
  • 1/4 tsk fenugreek fræ (má sleppa)
  • 2 lárviðarlauf, mulin
  • 1 msk kókosolía

Undirbúningstími: 20 mínútur

Eldunartími: 20 mínútur

Settu kókosmjöl, helminginn af skallottulaukunum, fennelfræin og allt malað krydd (ekki fenugreek eða sinnepsfræ) í matvinnsluvél ásamt 2 dl af vatni. Maukaðu vel saman í mjúka sósu.

Settu kókosblönduna í pott, bættu við tómatnum, grænu chili (fín eða grófskorið, þú ræður), engifer, hvítlauk og 500ml af vatni. Settu mangóbitana út í og smá salt  ef þú vilt. Blandaðu vel saman og láttu sjóða í 5 mínútur.

Settu nú fiskinn í bitum út í pottinn, settu lok á pottinn og leyfðu þessu að sjóða í 5-8 mínútur.

Á meðan steikirðu á pönnu kókosolíuna, sinnepsfræin, fenugreek fræin og sneidda skallottulauka (4 stk) þar til fræin fara að poppa og laukurinn er brúnaður. Þá blandar þú laukblöndunni út í fiskipottinn.

Berið fram með fullt af góðum hrísgrjónum.

 

Endilega líkið við Facebook síðu Allskonar. 

allskonar-logo2

SHARE