Fjarlægðu hárin undir höndunum á nokkrum mínútum

Finnst þér eins og hárin undir höndum þínum vaxi hraðar en önnur hár? Finnst þér erfitt að fjarlægja þau og líkar ekki við að fara í sársaukafulla vaxmeðferð?

Sjá einnig: DIY: Náttúruleg aðferð til að fjarlægja andlitshár

Hér eru þrjár einfaldar aðferðir sem þú getur prófað heima við. Þær eru fljótlegar og skilja húð þína eftir silkimjúka.

blanda

Aðferð 1. Sítróna og sykur

Þessi aðferð er einföld og snarvirkar. Blandaðu 2 matskeiðum af sítrónusafa við 1 matskeið af sykri og blandaðu vel saman. Berðu blönduna í handakrika þína og látti hana vera á í nokkrar mínútur áður en þú hreinsar með hreinum klút. Gerðu þetta tvisvar í viku og hárvöxturinn mun minnka eftir hvert skiptið.

Sjá einnig: DIY: Maskinn sem er að gera allt vitlaust

 

Aðferð 2. Egg og maísmjöl

 

Blandaðu einu eggi við ½ teskeið af maísmjöli til að fá blöndu, sem þú síðan berð í handakrikana. Láttu það vera á þar til það hefur þornað og skolaðu svo af með volgu vatni.

 

Aðferð 3. Mjólk og tumerik

Blandaðu einni matskeið af tumerik dufti við 2 matskeiðar af mjólk. Berðu bönduna í handakrikana og láttu sitja í nokkrar mínútir áður en þú skolar með volgu vatni.

 

 

Heimildir: womendailymagazine

SHARE