Fjölskyldan í uppnámi eftir nýja játningu Chris Watts

Fjölskylda Chris Watts eru í uppnámi eftir nýjustu játningu hans. Chris, sem er dæmdur í þrefalt lífstíðarfangelsi, fyrir morðið á barnshafandi eiginkonu sinni og tveimur dætrum þeirra, sagði frá nýjum smáatriðum frá morðunum.

Chris sagði í nýjustu játningu sinni að hann hafi myrt eiginkonu sína, Shannan, á heimili þeirra. Hann sagði við eldri dóttur þeirra að mamma þeirra væri veik og þau þyrftu að fara á spítala með hana. Því næst setti hann dæturnar tvær, Bella (4) og Celeste (3), í bílinn og keyrði með þær í 45 mínútur áður en hann myrti þær líka með því að kæfa þær í teppi. Chris myrti Celeste fyrst og eftir það sagði Bella við pabba sinn: „Pabbi gerðu það, ekki gera að sama við mig og þú varst að gera við Cece.“ Hann myrti hana samt.

Sjá einnig: Myrti eiginkonuna, ófætt barn og tvær dætur

Vinur fjölskyldunnar sagði í samtali við Radar: „Fjölskyldan er í sjokki. Þau eru að upplifa martröðina upp á nýtt. Hann keyrði með börnin í 45 mínútur og hefði hvenær sem er getað stoppað bílinn, hringt á lögregluna og gefið sig fram. Það hefði svo margt getað breyst á þessum 45 mínútum sem hefði getað komið í veg fyrir þennan harmleik.“

Heimildarmaður segir að Chris hafi fengið frelsi í gegnum trú inni í fangelsinu. „Hann er að taka ábyrgð á gjörðum sínum og vill segja allan sannleikann til að hjálpa fjölskyldunni að láta sárin gróa.

Í dag er Chris í Dodge fangelsi í Wisconsin. Hann var fluttur þangað frá Colorado því samfangar hans réðust reglulega á hann.

 

SHARE