Fleytir kerlingum á frosnu stöðuvatni og brjálast úr gleði

Þeir kunna að skemmta sér í Alaska. Það eitt er víst og gleðjast yfir smæstu augnablikum hversdagsins. Ff marka má myndbandið hér að neðan sem Cory „Mr. Safety” Williams sem gengur undir nafninu DudeLikeHELLA á YouTube, birti á eigin rás er Alaska ekki bara krúttlegur áfangastaður heldur paradís vetraráhugafólks.

Einhver vitleysa greip Cory, sem ákvað að fleyta kerlingum á frosnu stöðuvatni meðan kærastan hans myndaði en það sem Cory átti engan veginn von á var náttúruleg melódian sem steinninn myndaði í samruna við ísinn meðan hann skoppaði á frosnu stöðuvatninu.

skippingrocks

Eiginlega var hljóðið svo magnað að Cory stóð eftir orðlaus og var á svipinn eins og spenntur og góðlátlega hrekkjóttur lítill strákur.

Vá, þetta er flottasta hljóð í heimi!

Gleðin hefst á 3:41, þegar Cory kastar steininum út á frosið stöðuvatnið en áhugasamir um Alaska og aðbúnað innfæddra, landslagið og skilyrðin eru hvattir til að horfa áfram, en Cory er YouTube stjarna og gefur út þáttaröðina LIVING IN ALASKA:

SHARE