Flugdólgar í laumulegri nærmynd á Instagram

Örþreytt starfsfólk háloftanna; flugfreyjur og þjónar, hneykslaðir farþegar og aðrir áhafnarmeðlimir, sem augljóslega er misboðið öðru hverju hafa loks tekið höndum saman og fundið sér tryggan samastað á netinu.

Af birtingum myndanna hér að neðan má ætla að annar hver farþegi gerist einhverju sinni sekur um það eitt að fara úr sokkum meðan á flugferð stendur og vissulega eru eflaust margir sem fara klakklaust gegnum hvert millilandaflugið af fætur öðru (undirrituð þar með) en þessar myndir, sem birtast allar á Instagram síðunni @PassengerShaming eiga það sameiginlegt að. Já. Vera af farþegum …. sem ekki þekkja almenn velsæmismörk.

Síðunni sjálfri var hrundið af stað af fyrrum flugfreyju og er haldið við af nafnlausum flugfreyjum og flugþjónum frá flestum hornum veraldar. Slíkum vinsældum hefur síðan átt að fagna á þeim stutta tíma sem hún hefur verið í loftinu að nú hefur @passengershaming tekist á flug og er þannig einnig komin á Facebook

Gott fólk, hér má líta hegðun óstýrlátra farþega í háloftunum:

 

 

SHARE