Amerísk flugvél hrapaði rétt eftir flugtak í Afganistan í gær, mánudag, þessu er greint frá á NY times. 7 manns létust í atvikinu en flugvélin var í fraktflutningum og enn er ekki ljóst hvað olli slysinu. Vélin var í leigu hjá flugfélaginu Air Atlanta fyrir tveimur árum og var skráð á Íslandi með merkið TF-NAD. Vélin hefur þó ekki verið í umsjá Air Atlanta í þó nokkurn tíma. Hér sést myndband af þessu hræðilega slysi.