„Fokkaðu þér, Perez!” – Kris brjálast vegna Bruce Jenner á Twitter

Kris Jenner er með kjaftinn fyrir neðan nefið, svo mikið er víst. Ekki bara fylgist hún grannt með slúðursíðunum sjálf, heldur hikar raunveruleikastjarnan ekki við að spóla í hin blaðurgjarna og kjaftfora Perez Hilton, ef því ber að skipta.

Þannig kom til harðra orðaskipta milli Perez og Kris meðan á útsendingu ABC stóð í gærkvöldi, – allt meðan Bruce Jenner kom fram sem kona frammi fyrir 9 milljón manns víða um veröld og viðurkenndi fullum fetum að hann hefði fæðst í röngum líkama.

Sjá einnig: Bað Bruce Jenner að fela brjóstin fyrir barnabörnunum

Leikar hófust með yfirlýsingu af hálfu ABC sjónvarpsstöðvarinnar þar sem fram kom að Kris hefði ein fyrrum eiginkvenna Ólympíufarans og raunveruleikastjörnunnar, neitað að gefa út opinbera yfirlýsingu vegna opinberunar Bruce. Perez brást samstundis við og tísti eins og óður maður.

Sjá einnig: „Ég get ekki lifað í lygi lengur; ég er kona“ – Bruce Jenner

Perez fór varlega í sakirnar í fyrstu og gaf í skyn að tvær fyrrum eiginkonur Bruce hefðu opinberlega lýst yfir stuðningi við hann, meðan Kris sæti þögul hjá og segði ekki orð:

screenshot-www.cosmopolitan.com 2015-04-25 12-08-32

Í næsta tísti var komið annað hljóð í strokkinn, Perez gaf beint í skyn að Kris væri í öngum sínum, öskureið og væri að íhuga að veita slúðursíðum persónulegt viðtal þar sem hún hyggðist leggja ÖLL SPILIN á borðið, en að sú opinberun yrði ekki ókeypis:

screenshot-www.cosmopolitan.com 2015-04-25 12-08-44

Kris, sem fylgist grannt með framgöngu mála, brást hins vegar samstundis við og keyrði mót Perez af fullri hörku – sagði slúðurrisanum bókstaflega að fara fjandans til og að þau Bruce væru nánari en nokkru sinni fyrr:

screenshot-www.cosmopolitan.com 2015-04-25 12-16-05

Og þar höfum við það – allt í lukkunnar velstandi hjá Kardashian fjölskyldunni.

SHARE