Fólk með símann sinn á heilanum

Babycakes Romero er götuljósmyndari sem hefur gaman að því að taka myndir af öllu sem í kringum hann er. Hann tók þessa myndaseríu sem er mjög flott:

„Ég á ekki í erfiðleikum með minn síma en mér finnst þessi tækni vera farin að gera fólk ótrúlega óspennandi. Ég byrjaði að taka myndir af fólki sem var í símanum og það er eitthvað líkt með þeim öllum og mér finnst þetta frekar dapurlegt á að líta. Áður en farsímar komu til skjalanna þá varð fólk að hafa samskipti en í dag er það ekki nauðsynlegt. Fólk getur bara þóst vera að gera eitthvað mikilvægt frekar en að hugsa upp eitthvað umræðuefni. Þetta er að gera út um samtöl og ég tel þetta vera að auka félagslega eymd,“ segir Babycakes.

Meira á:  babycakesromero.com

 

SHARE