Fólk sem ber að forðast á nýju ári

Fólk sem við höfum í kringum okkur getur ýmist haft jákvæð áhrif á okkur eða neikvæð. Oftast er fólk ekki að átta sig á því að það sé að hafa neikvæð áhrif vegna þess að því líður sjálfu illa. Engu að síður getur það verið kostur fyrir þig að fara yfir stöðuna og ákveða hverjir fá að vera áfram í þínum innsta kjarna, hvort sem um ættingja eða vini er að ræða.

Láttu það vera fólkið sem þú getur treyst á að vilji þér eingöngu vel og hjálpi þér að eflast og takast vel til í lífinu.

1. Fólkið sem eykur við stressið í lífinu þínu

Stress er ekki alltaf eitthvað slæmt. Yfirleitt er það viðhorf okkar gagnvart hlutunum sem ræður úrslitum yfir því hvernig við upplifum hlutina. Ef þú trúir því að stress sé slæmt þá er það slæmt. Ef þú lítur á stress sem jákvæða hvatningu er mun auðveldara að tækla verkefnin.

Það er hinsvegar góður vani að stressa sig eingöngu á verkefnum en ekki fólki.

Ef það er fólk til staðar í lífinu þínu sem eru stanslaust að beita þig einhverjum þrýstingi og koma af stað óþarfa stressi getur verið kostur að minnka samskiptin við þetta fólk. Lífið er nógu stressandi eins og það er.

 

2. Fólk sem notar þig

Það nota allir alla upp að vissu marki en oftast eru það gagnkvæm samskipti þar sem báðir aðilar hagnast á umgengni við hvorn annan. Við eigum í samskiptum við fólk iðulega vegna þess að við upplifum að það muni gagnast okkur á einhvern hátt og yfirleitt er það bara í góðu lagi.

Stundum rekumst við þó á fólk sem virðist alltaf á endanum ætla að særa okkur. Þetta eru einstaklingar sem notfæra sér þig og skilja þig svo eftir í verra ástandi en þú varst áður en þú hittir þá. Þér líður eins og að einhver hafi mergsogið úr þér orkuna eins og sníkjudýr sem gefur ekkert tilbaka.

Svoleiðis fólk á ekki erindi inn í líf þitt árið 2015.

 

3. Fólk sem ber ekki virðingu fyrir þér

Virðing er ekki aðdáun heldur almenn kurteisi, tillitsemi og viðurkenning á þér sem persónu. Ef það er manneskja í kringum þig sem virðist eiga erfitt með að sýna þér lágmarks virðingu í samskiptum skaltu loka á hana. Sumir eru að kafna í eigin vanlíðan og kunna ekki að samgleðjast öðrum og reyna því að rífa þá niður.

Ekki leyfa þeim það.

Mikilvægust er þó eigin sjálfsvirðing; að bera nógu mikla virðingu fyrir sjálfum sér til að sætta sig ekki við að aðrir komi illa fram við þig.

 

4. Fólkið sem særir þig ítrekað

Fólk sem stendur okkur nærri og sem skiptir okkur hvað mestu máli eru einnig það fólk sem getur sært okkur hvað mest. Því meiri tilfinningar sem eru inni í myndinni því meiri sársauka geta þau valdið okkur ef þau ætla sér það.

Þetta getur verið mjög snúið ef um náinn ástvin er að ræða. Ef hann er ítrekað að særa þig er kominn tími til að endurskoða stöðuna.

Sársaukafull samskipti eru til þess fallin að læra af þeim. Ef þau halda hinsvegar áfram að eiga sér stað er kannski eini lærdómurinn sem hægt er að draga sá að þú þarft að draga þig tilbaka eða loka á viðkomandi til þess að hann hætti að særa þig.

 

5. Fólk sem lýgur af þér

Það eiga vissulega það flestir til að fegra hlutina upp að ákveðnu marki og freistast til að breiða yfir vankanta sína.

Þegar einhver hinsvegar lýgur ítrekað að þér um alvarlega hluti skapar það mikið vantraust. Við viljum geta treyst þeim sem við eigum í samskiptum við. Því fyrr sem þú lokar á samskipti við manneskju sem lýgur ítrekað því fyrr mun lífið þitt snúast til hins betra.

 

6. Fólkið sem smjaðrar fyrir þér en talar svo illa um þig við aðra

Þetta er mjög aumkunarverð framkoma sem getur kveikt upp mikla reiði. Við viljum öll geta treyst fólki. Þegar einhver þykist vera vinur þinn en talar svo illa um þig við aðra þýðir eingöngu það að manneskjan er ósönn og á ekki skilið að vera í lífinu þínu.

Þetta fólk getur eyðilagt mannorð þitt og eins og flest okkar vita þá skiptir mannorðið talsverðu máli þegar kemur að farsæld og velgengni í lífinu.

Gerðu sjálfri þér greiða og lokaðu á þetta fólk ekki seinna en strax.

 

7. Fólkið sem lætur eins og að þú skiptir þeim máli en sem er í raun alveg sama um þig

Við höfum flest átt vini sem haga sér eins og vinir en aðeins þegar það hentar þeim sjálfum.

Þetta er fólk sem er yfirleitt gaman að hanga með og gera eitthvað sniðugt með. Fólk sem þiggur gjarnan hjálp þína en sem gufar upp um leið og þú þarfnast sjálf einhverjar hjálpar með eitthvað.

Þetta fólk er einstaklega óáreiðanlegt vegna þess að þau gefa þér falska von um að þú sért með gott stuðningsnet í kringum þig. Þegar á reynir og þú kemst að því að þau eru enganveginn til staðar er líkt og að tilveran sé að hrynja í kringum þig.

Haltu þessu fólki í hæfilegri fjarlægð og treystu eingöngu þeim sem eru traustsins verðir.

 

8. Fólkið sem hefur slæm áhrif á lífstílinn þinn

Lífið er gott þegar það er í stöðugri þróun og áhugaverðir hlutir eru að gerast í því. Þegar við upplifum að við erum stöðugt að þroskast og þróast í jákvæða átt erum við á réttu róli.

Ef þú hefur unnið hart að því að koma upp jákvæðum breytingum í lífinu þínu en upplifir að einhverjir úr fortíðinni virðast draga þig niður á lærra plan skaltu alvarlega endurskoða tilganginn með að hafa þau áfram inni í lífinu þínu.

 

9. Fólkið sem heldur aftur af þér

Það getur verið óþægilegt að þurfa að horfast í augu við það að einhverjir af þeim sem þú hefur hingað til litið á sem vini þína séu að hafa neikvæð áhrif á þig. Staðreyndin er hinsvegar sú að lífið er síbreytilegt og við mannfólk erum þar engin undantekning.

Lífið breytist og mennirnir með.

Eftir því sem við þroskumst eiga áherslurnar í lífinu það til að breytast. Draumar og þrár breytast og markmiðin breytast.

Það gæti verið að þú sér með fólk í kringum þig sem á erfitt með að þú sért að taka skref í átt að jákvæðum breytingum. Fólk óttast oft breytingar og reynir að forðast þær. Sumir ganga svo langt að gera lítið úr breytingum annarra og reyna þannig að halda aftur af þeim.

Ef þig langar að breytast en finnur að fólk í kringum þig virðist markvisst leggjast gegn þessum breytingum skaltu gera þér þann greiða að loka á þetta fólk á meðan að þú eltir drauma þína og þrár.

 

10. Fólk sem tekur of mikið pláss

Allt hefur sín takmörk. Tíminn er afmarkaður og geta okkar í lífinu er takmörkuð.

Það er ástæðan fyrir því að þú skalt velja vel hverjir fá þann heiður að eiga pláss í lífinu þínu og hverjir ekki.

Það tekur tíma að sinna sínum nánustu þannig að þú skalt velja þá vel og nýta tímann sem þú eyðir í samveru með þeim vel.

Ef þú ert að fylla líf þitt af fólki sem er ekki til staðar fyrir þig en er samt alltaf á hliðarlínunni og tekur þannig upp pláss þá ertu á endanum ekki með tíma fyrir hvorki sjálfa þig né þína allra nánustu.

Ef einhver er ekki að auðga líf þitt með nærveru sinni með einhverjum hætti þá skaltu endurskoða hvers vegna hún er að taka pláss í lífinu þínu yfir höfuð.

Skildu þetta fólk eftir á árinu sem er að líða og ræktaðu frekar samskiptin við þá sem auðga líf þitt á nýju ári. Hver veit nema að nýjir vinir komi inn í líf þitt í kaupbæti.

Heimild: Elite Daily

Tengdar greinar:

Bestu vinir naktir saman í fyrsta sinn

Fleiri ráð fyrir þig sem elskar einhvern með ADHD

Hundar eru svo sannarlega bestu vinir mannsins

SHARE