Fólk sem deyr rétt eftir að það tók „selfie“ – Tilviljun?

Það er búið að vera mjög vinsælt að taka sjálfsmyndir eða „selfie“ í hinum ýmsu aðstæðum. Alltof margir taka þessar myndir í bílnum og getur maður ímyndað sér að fólk sé ekki alveg með hugann við aksturinn þegar á því stendur. Hvað haldið þið?

Hér eru nokkrar myndir af fólki sem hefur tekið sjálfsmynd rétt áður en það lætur lífið.

people-who-died-after-taking-a-selfie-16418

Þessa mynd tók hinn vel þekkti Reggae tónlistarmaður Jadiel og hlóð inn á Instagram, andartaki áður en hann lenti í mótorhjólaslysi í New York. Þetta gerðist í maí 2014 og dróg Jadiel til dauða.

people-who-died-after-taking-a-selfie-17690

Í apríl 2014 setti Courtney Sanford þessa mynd af sér inn á netið, en hún var að hlusta á lag Pharrel Williams, Happy. Hún var að keyra í Norður Karolínu og nokkrum sekúndum eftir að hún tók myndina lenti hún á árekstri við trukk og lést.

people-who-died-after-taking-a-selfie-24771

Gary Slok og móðir hans tóku þessa mynd af sér, rétt áður en þau fóru í loftið með MH17, Malaysian Airlines, sem var skotin niður yfir Úkraínu í júlí 2014

people-who-died-after-taking-a-selfie-65842

Í júní á þessu ári, tóku þær Collette Moreno og Ashley Theobald þessa sjálfsmynd af sér á leiðinni í partý í Missouri. Rétt á eftir lentu þær í árekstri sem leiddi til dauða Collette.

people-who-died-after-taking-a-selfie-73221

Þessar tvær konur tóku upp myndband af sér að syngja karaoke í bílnum. Þær hættu að horfa á veginn og lentu í árekstri. Þær lifðu það reyndar af og tóku fleiri sjálfsmyndir á leiðinni á spítalann.
people-who-died-after-taking-a-selfie-82521

Xenia Ignatyeva tók þessa mynd af sér á syllu sem er í tæplega 9 metra hæð til þess að sýna sig fyrir vinum sínum. Þessi 17 ára gamla stúlka missti jafnvægið og féll á rafmagnskapal svo hún lést.

people-who-died-after-taking-a-selfie-90370

Hinn 21 árs gamli Oscar Otero Aguilar lést þegar hann tók mynd af sér með byssu í júlí 2014. Hann skaut sig óvart í höfuðið og dó.
people-who-died-after-taking-a-selfie-98191

Í desember 2012 tók poppstjarnan Jenni Rivera þessa mynd af sér og fylgdarliði sínu áður en þau fóru á loft í einkaþotu sinni. Þotan hrapaði og enginn lifði af.

SHARE