“Að hafa eins nef og Kate Middleton” er það sem fólk biður mest um þegar komið er til lýtalækna þetta árið. Að fá að líta út eins og prinsessan er eitthvað sem margir sækjast eftir þetta árið. Konur vildu einnig fá kinnbein eins og Cheryl Cole og varir eins og x – factor dómarinn og pussycat dolls söngkonan Nicole Scherzinger. Konur virðast vilja líta út eins og Rosie Huntington líka og sækjast þá sérstaklega eftir að hafa augu eins og hún. Það gæti þó verið erfitt ekki satt?

Vinsælast hjá karlmönnum var að láta gera á sig kjálka eins og Twilight stjarnan Robert Pattison. Menn vildu kinnbein eins og Ashton Kutcher, augu og hár eins og Zac Efron. Jude Law kom sterkur inn en menn vildu nef eins og Sherlock Holmes stjarnan. Varir eins og Ryan Gosling voru ofarlega á lista lýtalækna líka.

Fólk virðist alltaf vilja vera á annan hátt en guð skapaði það. Ætli fólk sem vill breyta sér svona mikið verði nokkurntímann  ánægt? það er spurning.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here