Fór á lokaballið með dreng með downs heilkenni

Þessi stúlka heitir Alexandria Salazar. Hún setti þessa mynd á Facebook og skrifaði þetta með:
Mér var boðið á lokaballið, fyrsta árið í menntaskóla, af þessum strák sem heitir James. Hann er með downs heilkenni, var á seinasta ári í menntaskóla og enginn vildi fara með honum. Þegar hann spurði mig þá sagði ég auðvitað já og hugsaði ekki mikið um það. Mamma hans hringdi í mig grátandi og þakkaði mér fyrir að fara með honum. Hún bauðst til þess að borga kjólinn fyrir mig, förðunina og hárgreiðsluna af því það hefði engin viljað fara með honum. Ég sagði henni að þetta væri allt í lagi og ég væri bara glöð að fara með honum. Þegar ég lagði símtólið á grét ég og sagði mömmu að mér finndist það svo mikill  heiður að fara með honum. Það var örlítið erfitt að njóta kvöldsins til að byrja með því James var úti um allt að spjalla, en þá hugsaði ég til þess að þetta var seinasta lokaballið hans, ekki mitt. Þannig að ég fór að fylgja honum hvert sem hann fór og skemmti mér frábærlega vel.
Af öllum lokaböllunum sem ég fór á, þessi 4 ár í skólanum, var þetta mitt uppáhalds.

 

 

 392779_484631048253243_1558637730_n
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here