Fyrir 11 árum síðan hvarf Brenda Heist sporlaust.

Brenda var í almenningsgarði í Pennsylvania árið 2002 og grét þegar 3 ókunnugir komu til hennar og hugguðu hana og buðu henni svo að koma með sér. Hún þáði það. Á þessum tíma var hún að ganga í gegnum erfiðan skilnað og hafði nýlega verið neitað um aðstoð við að útvega sér húsnæði sem einstæð móðir. Hún skildi eftir matinn sem var að afþýðast á borðinu og börnin sín tvö, stúlku sem var átta ára og dreng sem var 12 ára.

Brenda hefur nú gefið sig fram í Florida og hefur hún lifað sem betlari síðustu 11 ár.

Lögreglumaðurinn sem er með málið á sínum snærum sagði í samtali við New York Times að allir, sem þekktu Brendu og hefðu verið yfirheyrðir við hvarf hennar, hefðu sagt að það væri enginn séns að hún hafi farið frá börnum sínum og þess vegna hafi hún verið talin látin eftir mikla leit.

SHARE