Fór í frí án konunnar og brjálaðist úr sorg – Fáránlega fyndnar myndir

Ef ástina skortir, er ekkert gaman að lífinu! Það sýndi vansæll eiginmaður í máli og myndum – eftir að hafa lagt upp í verðskuldaða sólarlandareisu sem fyrritæki hans efndi til í verðlaunaskyni fyrir óaðfinnanlega frammistöðu í starfi.

Sjá einnig: Kom ekkert annað til greina en að gifta sig á Íslandi – Myndband

.

enhanced-14965-1427962185-1 (1)

Maðurinn, sem hér má sjá á meðfylgjandi myndum, birti myndaröðina upprunalega á IMGUR og heitir Kevin Blandford, en hann hreppti sólarlandaferð að launum fyrir vel unnið starf hjá stóru hátæknifyrirtæki. Þegar hann stóð frammi fyrir því vanda vali að fara einsamall með vini eða sleppa ferðinni, sökum þess að sjö mánaða gömul dóttir þeirra hjóna var ekki nægilega heilsuhraust til að leggja upp í ferðalagið – var úr vöndu að ráða.

.

tP68hBP

Sjá einnig: Þau eru eins og gift nú þegar, guð hjálpi þeim – Myndband

Úr varð að Kevin fór einsamall til Puerto Rico en eiginkona hans, sem ekki vildi skilja dóttur þeirra eftir, varð eftir heima. En Kevin var ekki par sáttur. Reyndar var Kevin svo niðurbrotinn að vinur hans tók þessa ótrúlega fyndnu myndaseríu af félaganum sem teygði sig þvert og endilangt yfir alla reisuna og sýndi niðurbrotinn eiginmann með svaladrykk í hönd, – án eiginkonu sinnar og dóttur.

Hér má sjá Kevin með eiginkonu sinni og kornungri dóttur:

.

blandford

Það var Alec, náinn vinur Kevin, sem tók allar myndirnar – en hugmyndin fæddist á flugvellinum þegar Alec smellti mynd af Kevin á flugvellinum, þar sem sjá mátti Kevin, niðurbrotinn á svip þar sem fjölskyldan varð eftir.

.

Kevin niðurbrotinn á leið í verðskuldað sumarfrí: 

enhanced-20686-1427962178-14

Félögunum fannst hugmyndin svo fyndin að þeir ákváðu að gera heila seríu úr. Reyndar voru þeir ekki einir um flissköstin, því ljósmyndaserían fór á algert flug og hefur birst á fjölmörgum fréttamiðlum.

.

Hundfúll á ströndinni: 

enhanced-5283-1427962177-3

Svo hressilega sló Kevin í gegn með Alec, félaga sínum að nú hefur auglýsingastofa nokkur á Puerto Rico haft samband við niðurbrotna eiginmanninn og til stendur að senda Kevin – sér að kostnaðarlausu – í veglegt frí með fjölskyldunni innan tíðar, allt í þeim tilgangi að auglýsa baðstendur Puerto Rico upp sem vænlegan áfangastað fyrir ástfangin hjón.

Hverju sem því líður er útkoman alveg hryllilega fyndin – en hér má sjá Kevin, niðurbrotinn á sólarströnd án eiginkonunnar í fáránlegustu aðstæðum sem hægt er að ímynda sér:

.

Glötuð strandlengja – Kevin án konunnar: 

enhanced-21070-1427962187-12

.

Sorglegasta Sangría sem sögur fara af: 

enhanced-18099-1427962181-1

.

Þunglyndi er fætt við fallega tréhurð: 

enhanced-30616-1427962186-1

.

Napur veruleiki einstaklingsrúmsins: 

enhanced-20818-1427962182-1

.

Gersamlega óþolandi hótelsvalir: 

enhanced-27049-1427962177-1

.

Engin orð … engin orð: 

enhanced-5796-1427962191-1

Aleinn í spilavítinu: 

enhanced-7574-1427962189-2

.

Táraflóð undir fögrum fossi: 

enhanced-1805-1427962188-1

Sjúklegur söknuður við köfunarsportið: 

enhanced-20807-1427962180-2

SHARE