Förðun fyrir ungar dömur

Þegar við byrjum að farða okkur er mikilvægt að byrja að læra réttu handtökin og eignast góð áhöld til að allt gangi vel og útkoman verði falleg.

Unga húð þarf minna að hylja eða leiðrétta og mjög mikilvægt að hugsa vel um húðina og hreinsa á  hverju kvöldi með hreinsikremi og þvottapoka og næra hana vel með góðum raka. Ef við erum með frekar óhreina húð, fílapensla eða bólur er mjög mikilvægt, ekki reyna að hylja með farða, heldur fá aðstoð hjá fagfólki varðandi rétta meðferð og nota þá léttan farða til að vernda hana gegn utanaðkomandi áhrifum.

 

untitled-1

Fyrir förðun. Hreinsa vel húðina og bera á hana gott rakakrem og bíða í 5 mínútur áður en farði er settur á, til að rakinn komist inn í húðina.

DAGFÖRÐUN

untitled-6

Farði – Stift farði eða fljótandi farði og nota kabuki burstann og bera létt á.

Púður – Hægt að sleppa púðri ef stift farðinn er notaður, annars nota lítið púður litlaust ekki nota púður beint á húðina, það þurrkar hana.

Augnskuggi – Húðlit eða ljósan lit yfir allt augnlok.

Eyeliner – Notið dökkan mattan augnskugga með eyelinerbursta og dreifið vel úr.

Maskari – Ef svartur er notaður þá hafa milda áferð og ekki margar umferðir þannig að myndist klessur,  einnig hægt að nota brúnan og þekja betur án þess að verða áberandi.

Varir – Gloss eða varasalvi, sleppa varalitablýanti.

untitled-9

Mæli með:

•         Léttum farða en ekki of mikla þekju.

•         Að sleppa sólarpúðri á daginn og nota mildan ferskjulitaðan kinnaliti í staðinn.

•         Nota gloss eða varasalva á daginn.

•         Hafa sjáanlegan mun á dag og kvöldförðun

•         Vera létt farðaðar á daginn þar sem dagsbirtan er óvægust og allar misfellur sjást vel.

 

 

untitled-16

Varast:

•         Að nota of þykkan farða og þekja.

•         Nota of dökkan farða

•         Of mikið sólarpúður.

•         Of mikinn maskara á daginn.

•         Svartan blýant nema á kvöldin.

•         Að nota púðrið eitt og sér er þurrkandi.

•         Of áberandi og skörp skil, muna að blanda.

 

Þið getið fundið fleiri góðar leiðbeiningar um förðun fyrir ungar dömur, jafnt sem eldri í bókinni minni, Förðun skref fyrir skref.

Ljósmyndir: Silla Páls

1551484_279222452233689_392180436_n

 

SHARE