Förðunarráðgjöf frá meistaranum

Nú ætlum við að bjóða lesendum okkar á Hún.is að senda inn persónulegar fyrirspurnir um allt sem viðkemur förðun og einnig verður hægt að senda mér mynd af sér til að fá aðstoð með val á litum eða ráðleggingar t.d með húðina, hvernig á að hylja bauga eða roða, hvaða eyeliner þú átt að nota o.sv.frv.

Margar konur þurfa aðstoð og ráðgjöf með val á litum og hvernig þær eiga að farða sig. Ég hef í fjöldamörg ár kennt konum á öllum aldri að farða sig og kennt þeim grunnatriðin í förðun bæði dag og kvöldförðun.  Að fá aðstoð frá fagmanni hjálpar mikið svo ég tali nú ekki um sparnaðinn í snyrtivörukaupum þar sem við erum allt of oft að kaupa fullt af vörum sem við bæði kunnum ekki að nota og þurfum alls ekki.

makeup_look

facechart2

Ef þú vilt frá ráð með liti og förðun sendu mér þá mynd af þér á netfangið kristin@noname.is og ég aðstoða þig með allt sem þig vantar að vita.  Eins ætla ég og Hún.is að bjóða þér að birta fyrir og eftir myndir hér á síðunni hjá okkur, ekkert ósvipað eins við gerðum með förðunarleikinn fyrir jól í samvinnu með Förðun skref fyrir skref.

Hér er mynd fyrir förðun.

120px-sissafyrir-vatnsmerkt-SillaPáls-2

Hér er mynd eftir förðun.

KS Förðunarbók

Hægt er að panta sérkennslu í förðun en þar kenni ég umhirðu húðar og hanna dag og kvöldförðun sem hentar þínum lífstíl. Einnig er hægt að koma með vinkonum og fá kennslu í 5 mínútna förðun sem allar konur þurfa að læra. Studio NN í Hlíðasmára 8 býður upp á faglega aðstoð þar sem allar konur fá förðun og kennslu á þeim vörum sem þær versla sér.

 

 

 

SHARE