Foreldrar 13 ára einhverfs drengs fengu hatursbréf – “Látið lóga honum!”

Fjölskylda 13 ára drengs, sem greindist með einhverfu þegar hann var tveggja ára gamall fékk hatursbréf frá nágranna inn um lúguna. Í bréfinu skrifar nafnlaus aðili virkilega ljóta hluti um drenginn og talar meðal annars um að það ætti að “lóga honum”. Nafnlausi aðilinn spyr foreldra drengsins hvað þeim gangi eiginlega til að flytja í lokað úthverfi og leyfa drengnum að fara út á hverjum degi. Þessi óhamingjusami aðili talar um að strákurinn sé óþolandi og gefi frá sér truflandi hljóð.

“Hver á svo að hugsa um hann? Engin eðlileg stúlka mun vilja giftast honum, enginn mun vilja ráða hann í vinnu og þið lifið ekki endalaust!! Persónulega finnst mér að þeir eigi að taka þá líkamsparta hans sem eru óskaddaðir og nota þá í þágu vísinda. Hann er einskis virði! Þið eigið þroskaheft barn, takið á því eins og þið eigið að gera!”

Manneskjan heldur áfram og hvetur þau til að flytja. Hún segir þeim að þau væru best geymd í hjólhýsi í skóginum þar sem barnið þeirra truflar engan. Nafnlausi aðilinn sem skrifar þetta hræðilega bréf fyllir svo mælinn með því að segja þeim að láta lóga drengnum.

Hér kemur móðir drengsins fram í átakanlegu myndbandi og talar um þetta viðbjóðslega bréf. Þetta er eflaust það ljótasta sem þú getur sagt við nokkra manneskju. Að skrifa bréf sem inniheldur svona ljót ummæli og koma ekki undir nafni er svo alveg til að toppa þetta allt saman. Þetta er alveg hræðilegt.

 

SHARE