Foreldrar handteknir fyrir að sprauta börn sín með heróíni

Par í Bandaríkjunum hefur verið handteknið fyrir að sprauta í börn sín þrjú með heróíni. Ashley Hutt (24) og kærasti hennar Leeroy McIver (25) hafa verið færð í gæsluvarðhald vegna þess að þau sprautuðu börn hennar þrjú með heróíni og kölluðu það svefndjús. Börnin þrjú eru á aldrinum 6, 4 og 2ja ára og hefur verið farið með þau til barnaverndar.

Það voru vinir parsins sem tilkynntu barnaverndarnefnd vegna vanrækslu. Þegar yfirvöld komu á staðinn, mátti sjá óhreinar sprautunálar á víð og dreif á heimilinu, ásamt rottuskít.

Þegar börnin voru skoðuð nánar mátti sjá á þeim klórför og ummerki þess að þau hafi verið sprautuð. Elsti sonur móðurinnar sagði að þau hefðu blandað saman vatni og hvítu efni og sprautað í þau og kölluðu þau það meðal sem átti að láta þeim líða vel.

Foreldrarnir hafa fengið á sig nokkrar kærur vegna málsins.

39F382F500000578-3893488-Ashlee_Hutt_24_is_accused_of_injecting_her_two_young_daughters_a-a-67_1478007313638

39F392B200000578-3893488-The_house_where_the_family_lived_was_found_to_be_infested_with_r-a-66_1478007313636

39F3929000000578-3893488-The_two_year_old_girl_was_found_to_have_traces_of_the_drug_in_he-a-65_1478007313635

SHARE