Foreldrar ungbarna verða af svefni sem samsvarar 44 nóttum fyrsta ár barnsins!

Það er ekki að furða að foreldrar ungbarna séu þreyttir. Þeir verða flestir af svefni sem samsvarar fjörutíu og fjórum nóttum fyrsta ár barnsins. Flestir sem spurðir voru fengu að jafnaði rúman fimm tíma svefn fyrsta ár barnsins.  

Nýlega var kannað hvernig svefni fólks sem er að hugsa um ungbörn væri háttað. Þá kom í ljós að yfirleitt fá þessir foreldrar ekki nema rúmlega fimm tíma svefn á nóttu. Það er u.þ.b. þrem tímum styttra en talið er  að fólk þurfi að  sofa.

 

Fólk vaknar líka til barnsins þó að það sofi því að það hefur áhyggjur af, að eitthvað kunni að ama að barninu.

 

Annað sem líka truflaði nætursvefn fólks voru hrotur í makanum. Að jafnaði vaknaði fólk tvisvar í viku við hroturnar.

 

Hverjar voru aðalástæður þess að foreldrar misstu svefn ?

Barnið þurfti að fá að drekka – 62%

Barnið grét – 57%

Foreldrar óttuðust að eitthvað væri að – 45%

Andvökur/erfiðleikar að sofna – 34 %

Tíminn notaður meðan barnið svaf til að ljúka óunnum verkum – 27 %

Að lokinni ransókninni birtu rannsakendur eftirfarandi: „Svefninn er eitt hið mikilvægasta í lífi allra manna. Þess vegna langaði okkur til að skoða og meta í tölum hvað fólk sefur mikið eða lítið, hve nærandi svefninn væri og hvort fólk áttaði  sig á vægi hans.

Það var  mög áhugavert að skoða niðurstöðurnar. Við vitum að við sofum langan tíma þegar horft er á alla ævina. Þegar foreldrar verða af svefni sem samsvarar fjörutíu og fjórum nóttum fyrsta æviár barnsins er það mjög stór biti.

Góður svefn er forsenda þess að við höldum heilsu og starfskröftum. Hann er einfaldlega grunnurinn að heilbrigði okkar. Ef við fáum ekki þann svefn sem við þurfum safnast þreyta fyrir og heilsan gefur sig.”

Heimild

 

 

SHARE