
Það getur verið mjög gott að láta einhvern sem er góður í ensku til að lesa yfir skilti og spjöld sem eiga að hanga uppi á almenningsstöðum. Það hefur þó eitthvað klikkað þegar sundlaug á höfuðborgarsvæðinu setti þessi skilti upp á vegg hjá sér.
Þarna stendur að fólk eigi að þvo sér með SÚPU án sundfata og fyrir neðan stendur að það sé frí súpa í sturtuaðstöðunni. Einnig er orðið „your“ rangt skrifað og er skrifað „yor“.
Myndirnar birtust fyrst inni á Facebook síðunni Bakland ferðaþjónustunnar