Frískandi heimatilbúnir sítrónuskrúbbar

Allir geta búið til þessa heimalöguðu skrúbba sem gera húðina silkimjúka og hreinsa í burtu dauðar húðfrumur. Annar er fyrir andlit, hinn líkama. Nærandi og mýkjandi eiginleikar kókosolíunnar ganga vel inn í húðina við slíka meðhöndlun, saltið fjarlægir dauðar húðfrumur og sítrónan hefur frískandi áhrif.

Epsom salt er mjög ríkt af magnesíum sem talið er vera eitt mikilvægasta snefilefnið sem frumur líkamans þurfa nauðsynlega á að halda til að starfa eðlilega. Í Epsom-salti er líka að finna um 300 ensím sem eru afar mikilvæg líkamsstarfseminni og hafa t.d. um það að segja hvort vöðvar líkamans virka vel eða illa eða hvort líkamsorkan er öflug eða léleg. Auk þess hefur saltið mýkjandi áhrif á húðina og getur dregið úr gigtarverkjum og kalkmyndun í liðum.

Sítróna hefur frískandi áhrif, svo er hún líka mjög græðandi. Hún inniheldur sítrus sem hefur húðflagnandi áhrif sem þýðir að þegar skrúbbað er flagna dauðar húðfrumur vel af húðinni. Hún hentar allri húðgerð og er mjög sniðug á húð sem er farin að fá hrukkur. Hún hefur léttþurrkandi áhrif og hentar því feitri húð líka. Sítrusinn er ljósnæmur sem þýðir að ekki er ráðlagt að bera hann á húð áður en farið er út í sólarljós vegna blettamyndunar. Þeir sem eru með mjög viðkvæma húð og þola illa saltið geta notað sykur í staðin.

Sítrónu andlitsskrúbbur 

2 tsk kókosolía
1 tsk epsomsalt,
1 tsk safi úr lífrænni sítrónu, líka hægt að nota dropa af sítrónu ilmkjarnaolíu.

Öllu blandað saman og borið á andlit með hringhreyfingum, látið standa í nokkra stund áður en skolað era f með volgu vatni.
Sítrónu líkamsskrúbbur

1 dl Epsom-salt
½ dl ólífuolía
2-5 dropar sítrónu ilmkjarnaolía eða 2 msk af nýkreistri lífrænni sítrónu.

Öllu blandað saman og húðin skrúbbuð frá toppi til táar. Góð hugmynd er að fara í heitt bað á eftir til að láta efnin ganga enn betur inn í húðina. Húðin verður silkimjúk eins og á ungabarni eftir þessa meðhöndlun.

SHARE