Frönsk píta – Uppskrift

Fyrir  4

Ef maður er mjög svangur er alveg hægt að tvöfalda magnið!

Efni
2 pítur
Ólívumauk eftir smekk
1 bolli smátt skorinn kjúklingur
1/2 bolli smátt skorið kál
4 sneiðar af mozzarella osti (úr stórri kúlu)

Aðferð:
1. Skerið píturnar í tvennt og smyrjið ólívumaukinu inn í þær.

2. Skiptið öðru efni sem talið var í fernt og látið hvern hlut í pítuhelming. Berið fram með góðu grænu salati.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here