Frumubreytingar í leghálsi

Krabbamein getur vaxið í leghálsi þínum á sama hátt og það getur vaxið annars staðar í líkama þínum. Þrettán tegundir af vörtuveirum sem nefnast Human Papilloma Virus eða HPV á ensku geta einkum valdið leghálskrabbameini. HPV getur breytt frumum í leghálsi þannig að þær verða óeðlilegar og mynda smám saman krabbamein. Í fyrstunni eru þessar breytingar vægar og oft hverfa þær af sjálfu sér án meðferðar.frumubreytingar

Leghálskrabbamein

Stundum hverfa þessar óeðlilegu frumur ekki og verða að leghálskrabbameini ef þær greinast ekki og eru fjarlægðar. Óeðlilegar leghálsfrumur er mjög auðvelt að fjarlægja og þannig má koma í veg fyrir leghálskrabbamein. En þessar óeðlilegu frumur gefa engin einkenni og eina leiðin til að finna þær er með leghálskrabbameinsleit.

Orsakir leghálskrabbameins

Það er engin meðferð við áhættusömustu HPV veirunum en sem betur fer hverfa flestar þessar sýkingar af sjálfu sér með þeim óeðlilegu frumum sem af þeim hafa hlotist. Aðeins þær sýkingar sem ekki hverfa geta síðar leitt til þess að leghálskrabbamein myndist.Vörtuveirur (HPV) valda leghálskrabbameini. Það eru meira en 100 tegundir af HPV og um 40 þeirra geta sýkt kynfæri bæði karla og kvenna. Sumar þessara kynfæraveira geta valdið kynfæravörtum en aðrar, þær 15 áhættusömustu, geta valdið óeðlielgum breytingum á leghálsfrumum og geta síðan myndað leghálskrabbamein á um 10 til 15 árum. hpvveira

Kynfæraveirur af HPV toga smitast með kynmökum og berast auðveldlega milli fólks þegar húðir kynfæra þeirra snertast, ekki bara við kynmök. HPV eru mjög algengar veirur og flestir fullorðnir hafa sýkst af þeim einhvern tíma á ævinni en þessar sýkingar valda engum augljósum einkennum þannig að flestir hafa ekki hugmynd um að þeir hafi smitast.

Áhættuþættir leghálskrabbameins

Áhættuþáttur sem leitt getur til sjúkdóms er hver sá þáttur sem eykur likur á því að sjúkdómur myndist. Áhættuþættir geta falist í persónubundnum lífsvenjum eins og reykingum sem er vel þekktur áhættuþáttur margra tegunda krabbameina. Þótt einstaklingur beri með sér áhættuþátt fyrir einhverjum sjúkdómi þá er ekki þar með sagt að viðkomandi fái sjúkdóminn; það þýðir einungis að líkurnar eru meiri, að öllu jöfnu, heldur en ef viðkomandi hefði ekki sama áhættuþátt.

Hvað varðar leghálskrabbamein, þá eru áhættusömustu tegundir HPV veirunnar aðal áhættuþættirnir og leghálskrabbamein mun ekki myndast í konum sem ekki hafa eina af þessum áhættusömustu veirutegundum. En hjá þeim konum sem hafa HPV þá eru ýmsir aðrir þættir sem auka á áhættuna á því að leghálskrabbamein myndist. Þeir eru meðal annars:

  • reykingar
  • allt sem veikir ónæmiskerfið, eins og alnæmisveiran (HIV) eða lyfjameðferð gegn henni

Einkenni

Það tekur mörg ár fyrir leghálskrabbamein að myndast. Ferlið byrjar með sýkingu með áhættusömustu veirutegundunum sem síðan veldur óeðlilegum frumubreytingum í leghálsi. Síðan, ef HPV sýkingin hverfur ekki af sjálfu sér, geta frumubreytingarnar versnað með tímanum þar til krabbamein myndast. Þetta ferli er álitið að taki um 10 til 15 ár.

Frumstig

Hvorki sýking með HPV né óeðlilegar frumubreytingar í leghálsi valda augljósum einkennum: enginn sársauki, engar blæðingar, ekkert sem gæti gefið til kynna að eitthvað sé að. Leghálskrabbameinsleit er eina leiðin til að finna þessar fyrstu frumubreytingar á því stigi að auðvelt er að meðhöndla þær með góðum árangri.

Lengra gengnar breytingar

Þegar frumubreytingarnar hafa þróast yfir í krabbamein geta þær gefið einkenni eins og:

  • Blæðingu úr leggöngum eftir samfarir
  • Óeðlilega útferð úr leggöngum
  • Verki í kynfærum

Þessi einkenni geta stafað af leghálskrabbameini, en geta átt sér aðrar orsakir. Hver sem orsökin er, þarftu strax að leita læknis ef þú hefur einhver áðurnefndra einkenna.

http://www.ecca.info/

Fleiri fræðandi greinar á Doktor.is

doktor.is logo

SHARE