Fundu byrgi frá síðari heimsstyrjöld í garðinum sínum

Martin og Allison Tracey í Coventry, urðu heldur betur hissa þegar þau fundu byrgi frá því í seinna stríði í garðinum á nýja húsinu þeirra.

Allison er með græna fingur og ákvað að fara aðeins að vinna í garðinum seinasta sumar. Það má svo eiginlega segja að síðan þá hafi þau unnið í því, með hjálp barnabarna sinna, að grafa byrgið upp, ef svo má að orði komast.

Martin með einni hjálparhellunni sinni

Martin sagði í samtali við The Sun að fyrri eigendur hefðu búið í húsinu síðan í stríðinu og það sé líklegt að þau hafi gert byrgið sjálf því það voru reglulegar sprengingar í gangi í borginni á þeim tíma.

Þau hafa opnað byrgið alveg og eru farin að planta þar fræjum og laga til. Þau hafa fundið til dæmis flöskur og luktir af bíl.

Þau segjast vilja í framtíðinni leyfa almenningi að hafa aðgang að byrginu til að skoða það.

SHARE