Furðuleg mynd af Miley Cyrus fyrir tískukónginn Marc Jacobs – Sjáðu myndina hér!

Miley Cyrus er nýja andlit Marc Jacobs og fyrsta myndin sem er komin á vefinn er vægast sagt furðuleg. Aðalljósmyndari Marc Jacobs, Juergen Teller,  vildi ekki taka að sér verkefnið að mynda Miley og þurfti því einhver annar að taka að sér það skemmtilega verkefni. „Hann vildi bara alls ekki mynda hana,“ sagði Marc Jacobs í viðtali.

Þessi mynd er af Miley þar sem hún situr á ströndinni að kvöldi til og lítur út fyrir að vera mjög niðurdregin. Margir hafa gert grín að þessari mynd þar sem stúlkan sem liggur við hlið hennar lítur út fyrir að vera látin.

Miley-Cyrus-Marc-Jacobs

SHARE