Furries mæta fordómum: “Við erum ekki fetishópur heldur listafólk sem berst fyrir dýravernd”.

“Það eru miklir fordómar í gangi og þess vegna höfum við ekki rætt við fjölmiðla hingað til, en misskilningurinn snýst um að Furry fólk sé tengt einhverju kynlífsrugli. Það finnst okkur mjög leiðinlegt. Og þessi misskilningur er ekkert endilega bundinn við Ísland. Þannig birtist til dæmis í sjónvarpinu CSI þáttur þar sem gert var út á Furry ráðstefnu og gefið í skyn að ráðstefnan snerist um afbrigðilegt kynlíf.”

Þetta segir ung stúlka sem gengur undir nafninu Abby meðal vina, en kýs að koma ekki fram undir raunverulegu nafni í viðtali um áhugasvið og aðgerðir “Furries” á Íslandi, eða “loðbolta” eins og mætti útleggja heitið á íslenskri tungu. “Þetta er fáránlegt, því Furry fólk er listamannahópur sem kemur saman, teiknar myndir, heldur spilakvöld og er annt um velferð dýra. Við erum bara venjulegt og eðlilegt fólk sem er skapandi og listrænt. Þessir fordómar særa okkur og eru beinlínis eyðileggjandi fyrir okkar baráttumál sem snúast um dýravernd og stuðning við dýraathvörf.”

Hér má sjá brot úr CSI þar sem falleg baráttumál Furry voru afskræmd:

 [youtube width=”600″ height=”320″ video_id=”3sS9uHC7HE4″]

Furry fólkið – eða Loðboltarnir – hafa verið starfandi í einhverri mynd á Íslandi allt frá árinu 2009 en meðlimafjöldi tók fyrst verulegan kipp á síðasta ári. “Það er heilmikið fjör og félagslíf í kringum Furries og ekkert endilega bara tengt fígúrunum sjálfum. Við erum ekki heltekin af búningunum og getum alveg skemmt okkur án þeirra líka.”

 

Abby í fullum skrúða, en búningurinn er rándýr og viðkvæmur í meðförum:

 1384194_402320369897062_998369162_n

Furry er ekki eitthvað “fetish” – heldur leikur sem snýst um gleði og sköpun.

– Abby. 

Áhugafólk um “loðbolta” eða “Furries” er í raun angi út frá vísindaskáldskap og snýst um persónusköpun, dýrkun teiknimyndapersóna og jafnvel söguhönnun. “Þetta er til dæmis fólk sem hefur alltaf haft mikinn áhuga á Mikka Mús og Andrés Önd. Þetta snýst um gleðina frá barnæsku sem fullorðnir eru ekki tilbúnir að sleppa takinu á. Margir skapa sína eigin sögu bak við sína persónu og þá með teiknimyndaívafi. Nota ímyndunaraflið. Þetta er rándýrt áhugamál og ekki allir eiga búning og sjálfum finnst okkur sú hugmynd að einhver geti einu sinni stundað kynlíf í búning alveg fáránlega hlægileg. Búningurinn er rándýr og sjóðandi heitur. Það væri bara óþægilegt og kannski líka bara hreint út sagt hættulegt. Furry er ekki eitthvað “fetish” – heldur leikur sem snýst um gleði og sköpun.”

Hvað eru Furries? Í þessari frábæru heimildarmynd er farið ofan í svarið:

[vimeo width=”600″ height=”320″ video_id=”17995012″]

 

“Ég nota búninginn til að fá fólk til að brosa og koma inn hamingju hjá öðrum” segir Abby ennfremur. “Maður er alltaf að skemmta fólk í kringum sig og fer í ákveðinn karakter. Mest langar mig að koma fram í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum og fá tækifæri á því að gleðja börn. Ég fór í búninginn á Öskudag og kom þannig fram í Hagkaup og krakkarnir voru svo glaðir og ánægðir. Sumir héldu að ég væri Mikki Refur. Þetta er mjög skemmtilegt.”

Mynd tekin á 17 júní sl. af Abby í búningum á Laugaveginum í Reykjavík: 

17 juni abby

“Við söfnuðum einni milljón króna til styrktar stofnunar dýraspítala fyrir villt dýr á síðustu ráðstefnu í Stokkhólmi.

– Abby.

Furry ráðstefnur eru vel þekktar víða um hinn vestræna heim og sjálf hefur Abby sótt tvær slíkar ráðstefnur í Stokkhólmi. “Í fyrra stóðum við fyrir fjársöfnun til styrktar Kattholti í Stokkhólmi en í ár söfnuðum við fé til styrktar tveimur konum sem eru með einkaframtak og hjálpa villtum dýrum sem lifa í náttúrunni. Konurnar eru með þá hugmynd að stofna dýraspítala fyrir villt og heimilislaus dýr í og í kringum Stokkhólm og við gátum safnað ágætri upphæð gegnum ráðstefnuna til styrktar hugmyndinni. Það eru svo fáir ef þá nokkrir styrkir í boði fyrir þá einstaklinga sem eru með einkarekin framtök í dýravernd.”

 

… við myndum hiklaust leggja til söfnun fyrir heimilislausa ketti og Kattholt ef okkur tækist að setja upp Furry ráðstefnu á Íslandi. 

– Abby. 

“Við höfum helgað okkur málstað dýraverndar og flest eigum við gæludýr sjálf. Draumur okkar er að setja upp ráðstefnu á Íslandi og safna pening til styrktar Kattholti í Reykjavík, en við seljum inn á okkar ráðstefnur og göngum um með söfnunarbauka milli þáttakenda. Sumir gerast styrktaraðilar og leggja þannig enn meira til í söfnunina, en þannig förum við að þessu. Kattholt hefur til dæmis verið í vandræðum með húsnæði í mörg ár og við myndum hiklaust leggja til söfnun fyrir heimilislausa ketti ef okkur tækist að setja upp Furry ráðstefnu á Íslandi. Eitt af okkar stóru markmiðum er að styrkja dýravernd á Íslandi en til að það verði hægt, þarf félagsskapurinn á fleiri meðlimum að halda. Og við erum í örum vexti. Þetta er allt á réttri leið.”

Íslenskir “loðboltar” eða Furries, halda úti síðunni icelandfurs.org, smelltu HÉR

 

SHARE