„Fyrirgefðu áttu teppi og hvað eru mörg dómsstig heima hjá þér..?“

Þessa daganna opnar maður varla nokkurn netmiðil án þess að sjá neikvæða umræðu um flugmenn og flugfreyjur.  Á sama hátt og við treystum þessu fagfólki fyrir öryggi okkar um borð þá hljótum við sömuleiðis  að treysta dómgreind þeirra þegar þau þurfa að berjast fyrir réttindum sínum.  Það má ekki gleymast að verkfallsrétturinn er hluti af mannréttindum alls launafólks og margir vilja meina að hann sé varinn af stjórnarskrá landsins – þannig er nú það.

Í stað þess að velta okkur meira upp úr neikvæðri umræðu þá ætlum við að beina augum okkar að öllu því jákvæða sem tengist flugi og fólkinu sem vinnur um borð í flugvélum.  Fyrir flest okkar þá er það jákvæð upplifun að fara í flug.  Oftar en ekki erum við að fara í langþráð frí og við erum full eftirvæntingar.   Með mikilli samkeppni þá gerum við alltaf meiri og meiri kröfur, flugið á að kosta lítið – vélarnar nýjar – þjónustan góð og flugfreyjur og flugþjónar að vera aðlaðandi og elegant.   Mér þykir „elegance“ í háloftunum alveg sjálfssagður.  Aðlaðandi  fagfólk í fallegum einkennisfötum gerir upplifun mína sem farþega meira sjarmerandi og eftirminnilegri.

Landið Brunei hefur verið að fá neikvæða umræðu undanfarið vegna breytinga á dómskerfi þeirra frá breskri fyrirmynd að múslimskri fyrirmynd eða svo kölluð Shaira lög.  Rétt eða rangt þá hafa andstæðingar breytinganna reynt að tengja neikvæða umræðu við Royal Brunei Airlines og fólkið sem starfar um borð í þeirra flugvélum.  Fólk sem hefur ekkert að gera með það hvort að það sé verið að breyta um dómskerfi í landinu þeirra.  Þegar ég sest um borð í flugvél þá spyr ég sjaldan:

„Fyrirgefðu áttu teppi og hvað eru mörg dómsstig heima hjá þér..?“

Nope – mig langar bara í góða þjónustu og fallegt bros.

Flugfélagið Royal Brunei Ailrines hefur verið að fara í gegnum miklar breytingar á síðustu árum, félagið er fyrsta flugfélagið í Asíu sem hefur tekið Boeing 787 Dreamliner í notkun og nú á dögunum voru kynnt ný einkennisföt flugliðanna sem eru virkilega elegant.   Hér í þessu myndbandi er kíkt á bakvið tjöldin við myndatöku á nýjum einkennisfatnaði fyrir Royal Brunei.

.

Að lokum, kæra flugfólk:  Við stöndum með ykkur og takk fyrir stjana við og okkur og gangi ykkur öllum vel.

Ást,Friður og Elegance í Háloftunum.

SHARE