Fyrrum líffvörður Kanye West hefur nú gefið út ástæðuna fyrir því að rapparinn rak hann á staðnum rétt áður en þau gengu rauða dregilinn á Met Gala.

Sjá einnig: Lamar Odom: „Kanye bjargaði mér“

Kanye varð brjálaður og skellti hurðum þegar lífvörðurinn Steve Stanulis (42) bar sig á tal við eiginkonu hans Kim Kardashian. Steve hafði aðeins farið upp að hótelherbergi þeirra til þess að kanna stöðu mála og ákvað því að þar sem Kim stóð honum næst, að spyrja hana hvort einhverjar breytingar höfðu orðið á plani þeirra.

Sjá einnig: Kim í silfri og Kanye með linsur á Met Gala

Þar sem Kanye sá Steve tala við Kim, gaf hann út þau skilaboð að hann myndi ekki lengur starfa fyrir hann.

Steve er fyrrum lögrelguþjónn og dansari. Hann er kvæntur og á þrjár dætur og hafði alls ekki í huga að reyna við Kim og segist vera hamingjusamur í sínu hjónabandi. Hann hafði séð um dóttur þeirra North í eitt skipti, en hann segir að Kanye sé mun erfiðari viðureignar heldur en dóttir hans og frekjuköstin væru regluleg.

Sjá einnig: Kim Kardashian keypti sex óléttupróf

Lífvörðurinn hefur aðeins starfað fyrir Kanye í 14 daga samtals á þessu ári, en segir hann að hann skilji ekki hvernig Kim geti verið gift slíkum manni. Hann neitar að ýta á hnappa á lyftum, hann fer í fýlu ef hann þarf að sitja í framsæti á bíl og þakkar starfsfólki sínu aldrei fyrir.

347E132F00000578-3603239-image-a-15_1463924446248

33DA18EA00000578-3575074-image-a-1_1462452428221

33DA190200000578-3575074-Stanulis_42_a_former_Chippendales_dancer_and_Staten_Island_cop_s-a-29_1462453880848

Steve starfaði sem dansari á sínum yngri árum og þótti hann nokkuð myndarlegur maður, svo það er kannski ekki furða að Kanye hafði þótt honum ógnað.

33D8723800000578-3575074-image-a-7_1462452650844

33D5A12B00000578-3575074-image-m-4_1462452552677

SHARE