Fyrsta fyrirsætan hjá Victoria’s Secret með Downs heilkenni

Fyrirsætan Sofía Jirau (24) hefur skráð sig í sögubækurnar því hún er fyrsta fyrirsætan hjá Victoria’s Secret sem er með Downs heilkenni. Sofía er frá Puerto Rico og sagði frá þessu á Instagram: „Fyrst var þetta bara draumur en ég fór að vinna í þessu og í dag rættist þessi draumur. Ég get loksins sagt ykkur leyndarmálið mitt. Ég er fyrsta Victoria’s Secret fyrirsætan með Downs heilkenni!“

Instagram will load in the frontend.

Sofía byrjaði að sitja fyrir árið 2019 og hefur meðal annars tekið þátt í New York Fashion Week. Í viðtali við People sagði hún: „Þegar ég var lítil horfði ég á mig í spegli og sagði „Ég ætla að verða fyrirsæta og viðskiptakona“.“ Sofía segir líka í viðtalinu að hún hafi alltaf haft Jennifer Lopez sem fyrirmynd: „Mig langar að hitta Jennifer Lopez. Mér líkar mjög vel hvernig hún klæðir sig og hvernig hún er. Ég elska öll fötin hennar, ég elska lögin hennar, plöturnar og ljósmyndirnar af henni. Allt saman!“

Sofía er ein af 18 konum sem verða fyrirsætur fyrir nýja línu Victoria’s Secret, Love Cloud, sem inniheldur brjóstahaldara og nærbuxur sem eru þægileg til dagsdaglegrar notkunar. Í yfirlýsingu frá fyrirtækinu kom meðal annars fram: „Fyrirsæturnar eru allskonar konur því Victoria’s Secret er fyrir allar konur.“

Heimildir: https://www.glamour.com/

SHARE