Fyrsta plata Beebee and the Bluebirds er komin út

Eftir að hafa slegið í gegn með sumarslagaranum Red Forest er loks komið að útgáfu fyrstu plötu Beebee and the Bluebirds. Platan, sem ber heitið Burning Heart, kemur í verslanir mánudaginn 6. október, og hefur að geyma 9 lög; angurværa blústóna í bland við poppaða soul og jazzsmelli sem koma blóðinu á hreyfingu.

Fyrir sveitinni fer rafmagnsgítartöffarinn Brynhildur Oddsdóttir en söngrödd hennar hefur verið líkt við ekki minna tónlistargoð en sjálfa Evu Cassidy. En lög og textar á plötunni eru öll eftir Brynhildi. Sveitin hefur troðið upp víða upp á síðkastið þar á meðal á Einni með öllu Akureyri, Gærunni og á Gauknum. En þau voru áberandi á Menningarnótt þar sem þau spiluðu fyrir fullu húsi bæði í Kaldalóni Hörpu og í Iðnó.

 

Beebee and the Bluebirds stefna á að halda veglega útgáfutónleika en næstu tónleikar verða á ION hóteli þann 8. nóvember næstkomandi ásamt því ætla þau að halda nokkra tónleika á landsbyggðinni sem auglýstir verða síðar.”

 

Beebee and the bluebirds á Facebook

Heimasíða

SHARE